Kennslan fer fram í ráðgjafarformi, þ.e.a.s. hver og einn þátttakandi vinnur með sínum ráðgjafa og eiga þeir að hittast eða fara yfir verkið á SKYPE eða eftir öðrum samskiptaleiðum, einu sinni í viku.
Einu sinni í mánuði (eina helgi í senn) hittast svo allir sem taka þátt í námskeiðinu/”workshoppinu” og taka þátt í umræðum og pælingum um sögur og karaktera með þekktum höfundum og jafnvel útgefendum, kvikmyndaframleiðendum og þeim sem tengjast okkkar sögum. Skoðaðar verða kvikmyndir, lesið úr bókum, leikþættir og gjörningar fluttir og teiti haldið.
Í lok annar skal höfundur hafa lokið við fyrsta uppkast verks og vera tilbúinn í að leggjast í endurritanir það sumar. Á önn tvö skal höfundur klára verk og gera það tilbúið til útgáfu eða framleiðslu eða uppsetningar eða hvað það er sem þarf að gera við verkið.
Forleggjurum, framleiðendum, leikhússtjórum og öðrum sem hafa áhuga á verða boðin verkin til útgáfu/framleiðslu/uppsetningar.