Fyrsta starfsár HÍFA mun fara í að koma af stað 12 verkefnum og klára fyrstu uppköst þeirra (bók, handrit, leikrit, o.s.frv.).
Að öllum líkindum verða valin 2 verk í hverjum flokki en það veltur þó á fjölda innsendra verka sem og gæðum þeirra og möguleika þeirra á að vera kláruð. En stefnt er á að velja 12 verk á hverri “önn”.
MAÍ – SEPTEMBER 2013
Undirbúningur, skipulag, auglýst eftir verkum.
1. OKTÓBER
Umsóknarfrestur rennur út.
OKTÓBER – NÓVEMBER
Farið yfir innsend verk og valið úr. Ráðgjafar valdir. Ferlið greint.
1. DESEMBER
Tilkynnt um verk sem eru valin til vinnslu.
14. DESEMBER
Málstofa haldin í Hótel Örk. Verkin kynnt, ráðgjafar kynntir, ferlið kynnt og teiti um kvöldið.
JANÚAR 2014
Vinna hefst hjá ráðgjöfum og höfundum.
17. – 19. JANÚAR
Málstofa á Hótel Selfossi
21. – 23. FEBRÚAR
Málstofa á Hótel Örk
21. – 23. MARS
Málstofa á Hótel Selfossi
25. – 27. APRÍL
Málstofa á Hótel Örk
30. MAÍ – 1. JÚNÍ
SKIL Á VERKUM og síðasta málstofa annar. Kynning á verkum. Möguleg útgáfa rædd, forráðamönnum útgáfufyrirtækja, leikhúsanna, kvikmyndafyrirtækja, tölvuleikjafyrirtækja og annarra sem tengjast verkinu, boðið og haldið teiti.
SUMARIÐ 2014
Fyrsta barna- og unglingasmiðja HÍFA.
Auglýst eftir fræðimanni/-konu sem fær það verkefni að rita frásagnarsögu og hefðir á Íslandi frá upphafi.