Barna- og unglingasmiðja er eitthvað sem er okkur mjög hugleikið. Við viljum hafa stuttar smiðjur þar sem börn og unglingar geta fengið þjálfun og hvatningu í að skrifa og tjá sig í bundnu og/eða óbundnu máli. Það er gríðarlega mikilvægt að hlúa að málskilningi, sköpunarkrafti og tjáningarþörf barna og unglinga. Þau þurfa leiðsögn og okkur langar að taka þátt í því starfi.