Frásagnarnámskeið (sögunámskeið) verður haldið laugardagana 18. og 25. janúar klukkan 10 – 18. Inní dagskrána koma kaffihlé og hádegismatur og eru veitingarnar innifaldar í verði sem er kr. 7000.- fyrir báða dagana og 3.500 fyrir annan daginn. Sætafjöldi takmarkaður við 30 manns. Námskeiðið er styrkt af Menningarsjóði Suðurlands og Hveragerðisbæ. SKRÁNING FER FRAM Á skraning@hifa.is.
18. JANÚAR
10 – 12 Guðrún Eva Mínervudóttir, rithöfundur, byrjar námskeiðið og munu allir skrifa mjög stuttan texta hjá Guðrúnu sem verður þróaður áfram hjá næstu fyrirlesurum. 10 nemendur lesa svo upp texta frá sjálfum sér.
12 – 13 MATUR og samræður
13 – 15 Tyrfingur Tyrfings, leikritahöfundur, tekur við þar sem frá var horfið og textinn er þróaður áfram og/eða skoðaður með tilliti til leikritunar. 10 nemendur lesa texta.
13 – 16 KAFFI og samræður
16 – 18 Marteinn Þórsson, handritshöfundur, lýkur þessum degi. Textinn þróaður áfram og/eða skoðaður með tilliti til ritunar kvikmyndahandrits. 10 nemendur lesa texta.
25. JANÚAR er svipuð dagskrá nema nýir nemendur koma ferskir inn og hjá hinum verður haldið áfram með texta.
Þetta á að vera létt og skemmtilegt og er jafn fyrir byrjendur sem lengra komna.