Einu sinni var …

Hin íslenska frásagnarakademía tekur brátt (aftur) til starfa …  Frásagnarakademían er hugsuð sem sögusmiðja þar sem við búum til sögur, en einnig skoðum við sögur í sem víðustum skilningi … Hér verða sögur krufðar … Hér fer höfundurinn í ferðalag …

Frásagnarakademían er fyrirtæki Marteins Þórssonar, leikstjóra, framleiðanda og handritshöfundar en hann á að baki kvikmyndahandritin Diary of an Assassin, One Point 0, Rokland, Fljótin, When Falcons Fly, XL og fleiri. Marteinn hefur einnig skrifað greinar í tímarit og blöð, gert auglýsingahandrit og handrit að tónlistarmyndböndum, sem og eitt leikrit, eina og hálfa smásögu og urmul af lélegum ljóðum.

Árið 2004 var Marteinn á lista Variety tímaritsins í Bandaríkjunum yfir 10 mest upprennandi kvikmyndaleikstjórana ásamt því að vera eini Íslendingurinn sem hefur verið með mynd í aðalkeppni á Sundance kvikmyndahátíðinni. Marteinn hefur einnig kennt handritsgerð við Kvikmyndaskóla Íslands.

hveragerdiHveragerði

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>